Viðskipti erlent

Google stofnar sjóð fyrir baráttuna gegn tilskipun Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Google mun ef til vill veita upplýsingar um stæði.
Google mun ef til vill veita upplýsingar um stæði. vísir/afp
Bandaríski tæknirisinn Google hefur stofnað sjóð fyrir samtök sem berjast gegn umdeildri tilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta sem heftir flæði flóttamanna og innflytjenda til Bandaríkjanna. Mashable greinir frá.

Alls leggur Google til um tvær milljónir dollara, rúmlega 200 milljónir króna, auk þess sem að starfsmenn Google geta safnað sömu upphæð sín á milli. Er því stefnt að því að fjórar milljónir dollara muni safnast, því sem nemur um 450 milljónum króna.

Sjóðurinn er settur á fót fyrir fern samtök sem berjast gegn umdeildri tilskipun Trump sem felur meðal annars í sér að Bandaríkin taki ekki á móti neinum flóttamönnum frá Sýrlandi auk þess sem að komið er í veg fyrir að innflytjendur frá sjö ríkjum geti komið til Bandaríkjanna.

Samtökin fjögur hafa á undanförnum dögum lagt mikla vinnu í að aðstoða þá sem eru í vanda vegna tilskipunarinnar. Fjölmargir urðu strandaglópar á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin um helgina eftir að tilskipunin tók gildi.

Bandarísk stórfyrirtæki hafa mörg hver lagst gegn tilskipuninni og ber þar helst að nefna Apple, Tesla og Starbucks. Það síðastnefnda hyggst ráða um tíu þúsund flóttamenn til starfa á næstu árum sem svar við tilskipun Trump.


Tengdar fréttir

Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×