Viðskipti erlent

Google stefnir á að útrýma lykilorðum

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ný tækni Google gæti orðið til þess að lykilorð verði úr sögunni.
Ný tækni Google gæti orðið til þess að lykilorð verði úr sögunni. Vísir/Getty
Tæknideild Google þróar þessa dagana nýja tækni sem gæti orðið til þess að aðgangsorð verði úr sögunni. Talsmenn fyrirtækisins segja að verið sé að vinna með stórum fjármálastofnunum til þess að gera þetta að veruleika.

Tæknin heitir Trust API og notar mismunandi skynjara farsímans þíns til þess að skera úr um hvort það sért raunverulega þú sem ert að nota hann. Talað er meðal annars um raddskynjun, fingrafaraskanna og hvernig þú hreyfir þig en því er haldið fram að hreyfiskynjarar í símum séu orðnir það næmir að þeir geti mælt út frá göngulagi hvort réttur eigandi sé með símann eður ei.

Sú tækni gæti til dæmis orðið til þess í framtíðinni að síminn þinn læsist nemi síminn of ólíkt göngulag en hann er vanur.

Talað er um að bankar og aðrar stofnanir sem stóla á aðgangsorð fyrir auðkenni gæti verið byrjuð að tileinka sér þessa nýju tækni í lok árs.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×