Innlent

Google gerir allt til að koma í veg fyrir gagnaleka

Ingvar Haraldsson skrifar
Úlfar Erlingsson segir mikilvægt fyrir Google að geyma ekki of mikið af gögnum.
Úlfar Erlingsson segir mikilvægt fyrir Google að geyma ekki of mikið af gögnum. vísir/gva
„Google hefur bestu sérfræðinga þegar kemur að tækniiðnaðnum og svipaðir hópar hjá Facebook og Tesla er leiddir af fyrrverandi starfsmönnum Google,“ segir Úlfar Erlingsson, yfirmaður rannsóknardeildar í tölvuöryggi, hjá Google. Gagnalekar hafa verið mikið til umræðu eftir að notendaupplýsingum 26 milljóna manna vera lekið úr gagnagrunni framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison.

„Við tökum tölvuöryggi og öryggi gagnanna notendanna mjög alvarlega. Meira að segja starfsmenn fyrirtækisins hafa almennt séð engan aðgang að neinum gögnum. Ég hef t.d. aldrei séð nein gögn hjá neinum notendum Google nema sjálfs mín enda hef ég ekki haft neina sérstaka þörf fyrir það en jafnvel þótt mig langaði og vildi eru mjög margir þröskuldar í að þú komist eitthvað nálægt gögnum,“ segir Úlfar. Hann áætlar að um tvö þúsund manns starfi einvörðungu við netöryggi hjá Google.

„Þar er líka mjög stór hluti að tryggja að við séum ekki með gögnin ef við þurfum ekki á þeim að halda,“ segir Úlfar. Liður í því sé RAPPOR-tækni sem Úlfar mun ræða um á haustráðstefnu Advania í dag. RAPPOR-tæknin virkar t.d. þannig að hún veitir Google upplýsingar um árásir á heimasíður sem notendur Google heimsækja án þess að veita fyrirtækinu upplýsingar um það hvort þeir hafi heimsótt einhverja sérstaka síðu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×