Viðskipti erlent

Google breytir lógói sínu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eftir breytingarnar er Google-lógóið svona.
Eftir breytingarnar er Google-lógóið svona.
Google kynnti nýtt lógóinu fyrirtækisins í dag. Skipt hefur verið um letur í lógóinu og þá eru litirnir á stöfunum aðeins ljósari en áður.

Í umfjöllun The Verge um nýja lógið er sagt að það líkist dálítið móðurfyrirtæki Google, Alphabet. Google gaf út myndband í dag þar sem lógóið er kynnt.

Google var stofnað árið 1998 og hefur útlit lógósins í raun verið í stöðugri þróun síðan þá. Þó má segja að breytingin nú sé sú mesta frá árinu 1999.

Auk þess sem lógóið sjálft breytist þá mun litla „g“ sem birtist í flipum netvafra breytast í stóra „G“ sem er í Google-litunum fjórum, gulum, rauðum, grænum og bláum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×