Viðskipti erlent

Google borgaði Apple milljarð dala fyrir að vera fyrsta val á iPhone

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fyrirtækin sem keppast á snjalltækjamarkaði eiga í ágætu viðskiptasambandi.
Fyrirtækin sem keppast á snjalltækjamarkaði eiga í ágætu viðskiptasambandi. Vísir/Getty Images
Google borgaði Apple einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 133 milljarða íslenskra króna, árið 2014 til að halda Google sem sjálfgefinni leitarvél á iPhone símtækjum. Þetta kom fram í gögnum sem lögð voru fram fyrir dómi í máli Oracle gegn Google

Samkvæmt gögnunum á Apple einnig rétt á hluta af tekjum sem Google þénar í tengslum við að vera sjálfgefin leitarvél á tækjunum. Gögnin sýna fram á hversu gott viðskiptasamband fyrirtækin eiga í raun og veru en þau hafa tekist á á snjalltækjamarkaði.

Google framleiðir Android stýrikerfið sem notað er til að keyra flest snjalltæki í heiminum en iPhone og önnur snjalltæki frá Apple eru ein helsta tekjulind Apple, sem er eitt verðmætasta fyrirtæki í heiminum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×