Innlent

Gongslökun í takt við sjávarnið

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir gongspilari segir að tilgangurinn sé að fólk geti komið og upplifað frið í eigin hjarta og annarra í stórum hópi fólks.
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir gongspilari segir að tilgangurinn sé að fólk geti komið og upplifað frið í eigin hjarta og annarra í stórum hópi fólks.
Gongspilarar mættu á ylströndina í Nauthólsvík í morgun og spiluðu slakandi tóna fyrir gesti sem nutu sín í heitum potti. Þetta er í annað skipti sem slíkur viðburður er haldinn þar en til stendur að hann verði á mánaðarfresti. Alls mættu á þriðja tug gesta í morgun. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir gongspilari segir að tilgangurinn sé að fólk geti komið og upplifað frið í eigin hjarta og annarra í stórum hópi fólks.  Návist við hafið og náttúruna færi jarðbundna kyrrð og tilfinningu fyrir dýpri innri friði og kærleika í eigin hjarta. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×