Enski boltinn

Gömul City-hetja nýr stjóri Eggerts Gunnþórs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fleetwood er fjórða liðið sem Rösler stýrir á Englandi.
Fleetwood er fjórða liðið sem Rösler stýrir á Englandi. vísir/epa
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í enska C-deildarliðinu Fleetwood Town hafa fengið nýjan knattspyrnustjóra.

Sá heitir Uwe Rösler, 47 ára gamall Þjóðverji sem gerði það gott sem leikmaður Manchester City á 10. áratug síðustu aldar.

Rösler hefur einnig þjálfað á Englandi. Hann stýrði Brentford á árunum 2011-13, Wigan Athletic 2013-14 og þá var hann um skamma hríð knattspyrnustjóri Leeds United.

Hjá Fleetwod mun Rösler starfa náið með fyrrum landsliðsmanninum Grétari Rafn Steinssyni sem er tæknilegur stjórnandi (e. technical director) hjá félaginu.

Fleetwood var í fallbaráttu á síðasta tímabili og endaði að lokum í 19. sæti ensku C-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×