Enski boltinn

Gömlu karlarnir eru enn að raka inn peningunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard og Frank Lampard.
Steven Gerrard og Frank Lampard. Vísir/Getty
Steven Gerrard og Frank Lampard eru kannski hættir að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu en þessar tvær goðsagnir úr enska boltanum síðustu áratugina er hinsvegar ekki hættir að fá vel borgað fyrir það að spila fótbolta.

Báðir eru þeir félagar að spila í bandarísku MLS-deildinni og þeir eru báðir meðal fimm launahæstu leikmanna deildarinnar. Það er hinsvegar Brasilíumaður sem er launahæstur.

Kaka, fyrrum leikmaður AC Milan og Real Madrid, er aftur á móti launahæsti leikmaður bandarísku deildarinnar.

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool og enska landsliðsins, er orðinn 35 ára gamall en hann fær 6,132 milljónir dollara fyrir tímabilið eða um 766 milljónir íslenskra króna. Gerrard spilar með Galaxy liðinu í Los Angeles. Gerrard hefur skorað 2 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 7 leikjum á 2016-tímabilinu.

Frank Lampard, fyrrum miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins, er orðinn 37 ára gamall en hann fær 6 milljónir dollara fyrir tímabilið eða um 750 milljónir íslenskra króna. Lampard spilar með New York City liðinu en hefur misst af þessu tímabili vegna meiðsla. Það styttist þó í hans fyrsta leik á tímabilinu.

Þeir eiga þó ekkert í hinn 34 ára gamla Kaka sem fær 7,167 milljónir dollara eða um 895 milljónir íslenskra króna. Kaka spilar með liði Orlando City.  Kaka hefur skorað 2 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 5 leikjum á 2016-tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×