Fótbolti

Golf spilað á æfingavelli íslenska landsliðsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Konan kippti sér ekkert upp við að blaðamaður Vísis smellti af í miðri sveiflu.
Konan kippti sér ekkert upp við að blaðamaður Vísis smellti af í miðri sveiflu. Vísir/KTD
Furðuleg sjón blasti við íslenskum fjölmiðlamönnum þegar þeir mættu á æfingavöll íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í morgun. Eldri kona var á vellinum ásamt þjálfara sínum og var að spila golf.

Lítið var út á æfingasvæðið að setja að öðru leyti og í sjálfu sér ekkert athugavert við að nýta fallega grasblettina til einhvers annars en fótbolta. Kannski er það einmitt Hollendingsins, sem reysir land í sjó, að hugsa út fyrir kassann.

Fjölmargir landsliðsmenn Íslands eru einmitt hörkukylfingar en væntanlega enginn betri en spyrnusérfræðingurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Forgjöfin hjá Hafnfirðingnum stendur í 4,5 og væri væntanlega enn lægri ef sumrin væru lengri í Wales.

Skeytin inn eða hola í höggi? Veldu!Vísir/KTD

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×