MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 06:00

Ferđalöngum reglulega meinuđ för vestur

FRÉTTIR

Golden State vann OKC í ţriđja sinn á einum mánuđi og jafnađi met Bulls

 
Körfubolti
07:00 04. MARS 2016

Í annað sinn í tveimur leikjum skoraði Golden State 121 stig á móti Oklahoma City Thunder þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nú þurfti aftur á móti enga framlengingu og ofurskot frá Stephen Curry til að tryggja sigur meistaranna.

Golden State stakk af í fjórða leikhluta og lagði Oklahoma City, 121-106, en þetta var annar leikur liðanna á fjórum dögum. Þau hafa nú mæst þrisvar sinnum síðan sjötta febrúar og Golden State unnið alla þrjá leikina.

Eftir að hvíla vegna ökklameiðsla á þriðjudagskvöldið sneri Stephen Curry aftur í lið meistaranna og það með látum. Curry skoraði 33 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum af fimmtán.

Klay Thompson var aftur á móti ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hann hitti einu skoti af sjö. Hann endaði samt með 21 stig og var næst stigahæstur í liði Golden State.


Ţađ er ekki hćgt ađ stoppa Curry ţegar hann skýtur.
Ţađ er ekki hćgt ađ stoppa Curry ţegar hann skýtur. VÍSIR/GETTY

Níu tapaðir hjá Durant
Kevin Durant átti stórleik fyrir Oklahoma City og var grátlega nálægt ótrúlegri þrennu. Hann skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann passaði aftur á móti ekki nógu vel upp á boltann og tapaði honum níu sinnum. Hann hefur aðeins einu sinni tapað fleiri boltum á leiktíðinni.

Russell Westbrook skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr einu af átta skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Með sigrinum í nótt jafnaði Golden State met Chicago Bulls-liðsins frá 1996 yfir flesta sigra í röð á heimavelli. Golden State er búið að vinna 44 heimaleiki í röð, þar af alla 26 á þessari leiktíð.

Golden State er enn á höttunum eftir stóra metinu sem sama Bulls-lið á. Það er að vinna fleiri en 70 leiki á tímabilinu. Stephen Curry og félaga vantar 16 sigra til viðbótar til að bæta það ótrúlega met.


Kawhi Leonard var allt í öllu hjá Spurs.
Kawhi Leonard var allt í öllu hjá Spurs. VÍSIR/GETTY

Spurs-vélin mallar
Lang næstbesta liðið í vesturdeildinni, San Antonio Spurs, vann útsigur á New Orleans Pelicans í nótt, 94-86. Spurs er þremur og hálfum leik á eftir Golden State með 52 sigra og níu töp.

Kawhi Leonard var frábær sigri San Antonio, en hann skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Hann hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum, en þristur frá honum þegar 34 sekúndur voru eftir innsiglaði sigur Spurs-liðsins.

LaMarcus Aldridge lét ekki sitt eftir liggja og skoraði 26 stig og tók átta fráköst. Ofurstjarnan í liði New Orleans, Anthony Davis, skoraði 17 stig og tók 13 fráköst.

Úrslit næturinnar:
Miami Heat - Phoenix Suns 108-92
New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 86-94
Dallas Mavericks - Sacramento Kings 101-104
Golden State Warriors - OKC Thunder 121-118

Staðan í deildinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Golden State vann OKC í ţriđja sinn á einum mánuđi og jafnađi met Bulls
Fara efst