Golden State tapađi óvćnt gegn Úlfunum

 
Körfubolti
11:00 11. MARS 2017
Andrew Wiggins, Karl-Anthony Towns međ Timberwolves.
Andrew Wiggins, Karl-Anthony Towns međ Timberwolves. VÍSIR/GETTY

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og ber þar helst að nefna frábæran sigur Minnesota Timberwolves á Golden State Warriors, 103-102, í æsispennandi leik.

Andrew Wiggins skoraði 24 stig fyrir Úlfana í leiknum og Ricky Rubio var með 17 stig og 13 stoðsendingar. Hjá Warriors skoraði var Klay Thompson stigahæstur með 30 stig.

Charlotte Hornets vann fjörutíu stiga sigur á Orlando Magic, 121-81, og átti Magic aldrei möguleika í leiknum. Kemba Walker var atkvæðamestur í liði Hornets með 23 stig en stigaskorið dreifðist töluvert á milli leikmenna.

Þá vann Houston Rockets öruggan sigur á Chicago Bulls, 115-94.

Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar:

Atlanta Hawks - Toronto Raptors - 105-99 
Denver Nuggets - Boston Celtics - 119-99 
Dallas Mavericks - Brooklyn Nets - 105-96 
Sacramento Kings - Washington Wizards - 122-130 
Charlotte Hornets - Orlando Magic - 121-81 
Chicago Bulls - Houston Rockets - 94-115 
Milwaukee Bucks - Indiana Pacers - 99-85 
Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors - 103-102


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Golden State tapađi óvćnt gegn Úlfunum
Fara efst