Enski boltinn

Goðsagnir Liverpool í ísbaði | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Garcia gat ekki verið í ísbaðinu lengi.
Luis Garcia gat ekki verið í ísbaðinu lengi. mynd/skjáskot
Fjórar goðsagnir enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool; Ian Rush, Robbie Fowler, Luis Garcia og Gary McAllister, voru allir fengnir til að fara í ísbað í ferð liðsins um Bandaríkin.

Þessir herramenn hafa það gott vestanhafs sem sendiherrar félagsins og eyða mestum sínum tíma í snittuboðum og við sundlaugabakkann en starfsliði Liverpool fannst tímabært að þeir prófuðu eitthvað af því sem leikmennirnir þurfa að gera.

Fjórmenningarnir voru því settir í fimm gráðu heitt vatn fullt af ísmolum en leikmenn Liverpool eru vanir því að ná endurheimt í 8-9 gráðum og eru ofan í dallinum í tíu mínútur í senn. Goðsagnirnar þurftu bara að endast í tvær mínútur.

Þrír þeirra stóðust áskorunina en Luis Garcia entist ekki lengi. Hann stökk upp úr og ofan í heita sundlaugina og sagði: „Ég er frá Barcelona, maður!“

Þessa skemmtilega myndband má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×