Erlent

Góðar líkur á að samkomulag náist í Lausanne

Atli Ísleifsson skrifar
Fundað er í Lausanne í Sviss.
Fundað er í Lausanne í Sviss. Vísir/AFP
Utanríkisráðherra Rússlands segir góðar líkur á að það takist að semja um kjarnorkuáætlun Írana, en frestur rennur út í dag.

Sergei Lavrov segir samningsaðila vera nálægt því að ná samkomulagi en hann sneri aftur til Lausanne í Sviss þar sem fundað er.

Í frétt BBC kemur fram að Lavrov hafði áður greint frá því að hann myndi snúa aftur Sviss, ef „raunverulegur möguleiki“ væri á að samkomulag myndi nást.

Fulltrúar Bandaríkjanna, Þýskalands, Rússlands, Bretlands, Kína og Frakklands vinna nú að því að ná samkomulagi við Írana en þeir vilja tryggja að Íranir þrói ekki kjarnorkuvopn.

Íranir neita því að hafa slíkt í hyggju og segja áætlunina vera í friðsamlegum tilgangi.

Íranir vonast til að með því að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins verði hægt að aflétta þeim viðskiptaþvingunum sem beinast nú að landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×