Körfubolti

Góð vika fyrir þá Davis og Butler í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er eins og Jimmy Butler hjá Chicago Bulls sé einn í heiminum á þessari mynd.
Það er eins og Jimmy Butler hjá Chicago Bulls sé einn í heiminum á þessari mynd. Vísir/Getty
Jimmy Butler hjá Chicago Bulls og Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans þótti skara framúr í NBA-deildinni í vikunni 14. til 20. nóvember. Butler þótti bestur í Austudeildinni en Davis í Vesturdeildinni.

Jimmy Butler hjálpaði Chicago Bulls að vinna 3 af 4 leikjum sínum í vikunni en hann var með 27,3 stig að meðaltali í leik í vikunni auk þess að taka 9,3 fráköst og gefa 3,8 stoðsendingar.

Butler var með tvennur á móti bæði Portland Trail Blazers (27 stig og 12 fráköst) og Utah Jazz (20 stig og 12 fráköst) en besti leikurinn hans kom á móti Los Angeles Lakers þar sem hann var með 40 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í 118-110 sigri.

Anthony Davis hjálpaði New Orleans Pelicans að vinna þrjá leiki sína í vikunni en liðið tapaði eina leiknum sem Davis missti af. Hann var með 33,7 stig að meðaltali í leik en enginn annar leikmaður deildarinnar var með hærra meðalskor í þessari viku.

Anthony Davis var einnig með 13,7 fráköst, 3,0 varin skot og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Davis endaði vikuna á því að skora 38 stig í bæði sigurleik á móti Portland Trail Blazers og Charlotte Hornets

Aðrir sem voru tilnefndir sem leikmenn vikunnar voru þeir Kemba Walker hjá Charlotte Hornets, Wilson Chandler hjá Denver Nuggets, Kevin Durant hjá Golden State Warriors, James Harden hjá Houston Rockets,  Blake Griffin hjá Los Angeles Clippers, Mike Conley og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies, Hassan Whiteside hjá Miami Heat, Carmelo Anthony og Kristaps Porzingis hján New York Knicks, CJ McCollum hjá Portland Trail Blazers og Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×