Innlent

Góð lending að lenda á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leifsstöð við Keflavíkurflugvöll. Vegna legu landsins fjölgar óvæntum lendingum hérna.
Leifsstöð við Keflavíkurflugvöll. Vegna legu landsins fjölgar óvæntum lendingum hérna. vísir/stefán
Það sem af er ári hafa erlendar flugvélar lent að meðaltali þrisvar sinnum á mánuði á Keflavíkurflugvelli utan áætlunar.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, er ástæðan langoftast sú að farþegi um borð er veikur.

Ástæðan fyrir þessu er að sjálfsögðu staðsetning landsins. Um íslenska flugstjórnarsvæðið fer um það bil þriðjungur umferðar á milli Evrópu og Norður-Ameríku, auk þess sem umferð yfir norðurpólinn frá Asíu til Norður-Ameríku fer vaxandi,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í skriflegu svari.

Hann segir að þegar veikindi koma upp um borð og flugstjóri telur réttast að koma farþeganum sem fyrst undir læknishendur sé leitað að næsta flugvelli þar sem innviðir eru góðir og gott heilbrigðiskerfi. „Það er oft Keflavíkurflugvöllur þar sem við erum hér í miðju Norður-Atlantshafinu. Auk þess er Keflavíkurflugvöllur þannig búinn að geta tekið á móti stærstu farþegaþotum, en ekki eru allir flugvellir svo vel búnir hvað til dæmis breidd og lengd flugbrauta varðar,“ segir Guðni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×