SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Góđ byrjun dugđi ekki Drekunum

 
Körfubolti
20:26 22. FEBRÚAR 2016
Hlynur Bćringsson.
Hlynur Bćringsson. VÍSIR

Hlynur Bæringsson skoraði fjórtán stig og tók níu fráköst er Sundsvall Dragons tapaði fyrir BC Lulea í kvöld, 113-91.

Drekarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu 39 stig strax í fyrsta leikhluta. Luleå náði svo að halda Sundsvall í sextán stigum í öðrum leikhluta en staðan að loknum fyrri hálfleik var 55-54, Sundsvall í vil. Luleå náði svo að síga fram úr, hægt og rólega, í þeim síðari.

Hlynur spilaði í tæpar 34 mínútur í kvöld og nýtti fjögur af fimm skotum sínum innan teigs en eitt af fimm þriggja stiga skotum sínum. Hann gaf tvær stoðsendingar í leiknum en tapaði boltanum sex sinnum.

Luleå er í öðru sæti deildarinnar með 38 stig en Sundsvall Dragons í því fimmta með 28 stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Góđ byrjun dugđi ekki Drekunum
Fara efst