Viðskipti erlent

GM gaf stjórnendum hlutabréf fyrir 1.250 milljónir

Finnur Thorlacius skrifar
Höfuðstöðvar General Motors.
Höfuðstöðvar General Motors.
Þeir eru rausnarlegir hjá General Motors við yfirmenn sína, en fyrirtækið gaf  12 stjórnendum sínum hluti í GM fyrir alls 9,6 milljónir dollara um daginn, en það samsvarar 1.250 milljónum króna.

Forstjórinn Mary Barra fékk stærsta hlutinn, 3 milljónir dollara, eða um 393 milljónir króna. Laun hennar fyrir árið í ár verða á bilinu 210 til 1.835 milljónir króna, allt eftir árangri.

Tveir næstráðandi yfirmenn fengu hvor um sig um 1 milljón dollara virði í General Motors, eða um 130 milljónir króna og aðrir 9 yfirmenn minna.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×