Fótbolti

Glódís Perla og félagar náðu toppsætinu aftur | Öll úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Glódís fagnar hér marki með íslenska landsliðinu í æfingarleik á dögunum.
Glódís fagnar hér marki með íslenska landsliðinu í æfingarleik á dögunum. Vísir/Vilhelm
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Eskilstuna United náðu toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar aftur með 2-0 sigri á Mallbacken í kvöld. Eskilstuna er með eins stiga forskot á Rosengård þegar tvær umferðir eru eftir.

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård komust upp fyrir Eskilstuna með sigri á Umeå á föstudaginn en Eskilstuna átti leik til góða í dag.

Gaelle Enganamouit kom Eskilstuna yfir á 8. mínútu leiksins en Olivia Schough gerði út um leikinn með öðru marki Eskilstuna á 80. mínútu leiksins. Með sigrinum er Eskilstuna með eins stiga forskot á Rosengård þegar tvær umferðir eru eftir en þær eiga erfiða leiki gegn Linköping og Göteborg sem eru í 4. og 5. sæti deildarinnar eftir.

Arna Sif Ásgrímsdóttir lék allar 90. mínúturnar í öruggum 5-1 sigri Göteborg á AIK á heimavelli í dag en AIK komst yfir í upphafi leiksins en Göteborg svaraði með þremur mörkum á ellefu mínútum.

Þá voru Elísa Viðarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir báðar í byrjunarliði Kristianstad í 0-3 tapi gegn Linköping en gestirnir í Linköping bætti við tveimur mörkum í uppbótartíma í seinni hálfleik.

Úrslit dagsins:

Göteborg 5-1 AIK

Eskilstuna 2-0 Mallbacken

Kristianstad 0-3 Linköping




Fleiri fréttir

Sjá meira


×