Fótbolti

Glódís hafði betur í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu.
Glódís hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu. vísir/hanna
Eskilstuna United hafði betur gegn Kristianstad í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Marija Banusic strax á 6. mínútu.

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Eskilstuna sem er búið að vinna þrjá leiki í röð.

Glódís hefur leikið alla 14 deildarleiki Eskilstuna á tímabilinu en hún er á sínu öðru tímabili með liðinu.

Samherji Glódísar í íslenska landsliðinu, Sif Atladóttir, lék allan leikinn í vörn Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar.

Kristianstad er í 10. sæti deildarinnar með 11 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Liðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×