Fótbolti

Glódís: Vorum orkulausar í síðari hálfleiknum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glódís lék með íslenska liðinu í Kína í dag.
Glódís lék með íslenska liðinu í Kína í dag.
„Við erum mjög svekktar. Mér fannst við betri í þessum leik og í fyrri hálfleik eigum við leikinn, þær fá tvær sóknir og skora eitt mark,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag.

Glódís var ósátt við sjálfan sig í varnarleiknum þegar Danir skoruðu eina mark leiksins.

„Við fengum þetta mark svolítið bara í andlitið. Við vorum að skapa okkur fín færi og komast inn í teiginn hjá þeim. Síðan fáum við þetta mark á okkur og það drap svolítið á liðinu, við höfðum ekki orku í síðari hálfleiknum.“

Hún segir að Danir hafi síðan spilað skynsamlega eftir að hafa komist 1-0 yfir.

„Þær tóku sinn tíma í allar aðgerðir og gerðu þetta bara vel. Það sem við tökum jákvætt út úr þessum leik er að þegar liðið pressar upp völlinn, þá tókst það mjög vel hjá okkur.“


Tengdar fréttir

Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta

"Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag.

Danir höfðu betur gegn Íslendingum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir því danska í annarri umferð Sincere Cup sem fram fer í Kína um þessar mundir en leikurinn fór 1-0 fyrir Dönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×