Sport

Glódís: Förum brosandi frá mótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Silfurlið Íslands.
Silfurlið Íslands. Vísir/Andri Marinó
Glódís Guðgeirsdóttir kom inn í íslenska landsliðið fyrir úrslitadaginn á EM í hópfimleikum sem fer fram í Laugardalshöll, en hún tók stöðu Valgerðar Sigfinnsdóttur sem meiddist í forkeppninni.

Glódís var ánægð með daginn, þótt íslenska liðinu tækist ekki að verja Evrópumeistaratitilinn.

„Við hugsum bara hvað við vorum óendanlega sáttar með daginn. Við gerðum þetta eins og við ætluðum gera þetta, en stundum er það ekki nóg. Við erum sáttar,“ sagði Glódís sem var að vonum ánægð með hvernig gólfæfingarnar gengu, en íslenska liðið fékk 23.216 stig fyrir þær.

„Það var rosalega gaman að fá að enda á gólfi, nota alla sína orku og þetta var bara óendilega skemmtilegt.

„Þetta hefur verið okkar sterkasta grein í gegnum tíðina og við unnum hana allavega,“ sagði Glódís sem sagði allt hafa gengið upp hjá íslenska liðinu í dag.

„Það gekk allt upp. Við erum mjög stoltar af sjálfum okkar, þetta er rosalega gott lið og við förum brosandi frá þessu móti,“ sagði Glódís jákvæð að lokum.


Tengdar fréttir

Finn ekki fyrir löppunum og held fyrir andlitið

"Þetta verður svakalega spennandi keppni,“segir Íris Mist Magnúsdóttir um einvígið á milli Íslands og Svíþjóðar í kvennaflokki á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fer fram "Fimleikahöllinni“ í Laugardal í dag.

Þórdís: Nutum hverrar mínútu

Þórdís Ólafsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins í blönduðum flokki, var nokkuð sátt með frammistöðu Íslands á lokadegi EM í hópfimleikum sem hefur staðið yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal síðan á miðvikudaginn.

Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni.

Stúlkurnar fengu brons á EM

Unglingalandslið kvenna í hópfimleikum varði ekki Evrópumeistaratitilinn á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×