Viðskipti innlent

Gló kaupir upp veitingastaði úr þrotabúi Lifandi markaðar

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Sólveig Eiríksdóttir, oft kölluð Solla í Gló, á helmingshlut í fyrirtækinu.
Sólveig Eiríksdóttir, oft kölluð Solla í Gló, á helmingshlut í fyrirtækinu. Vísir/Vilhelm
Veitingastaðurinn Gló sem er í eigu Sólveigar Eiríksdóttur og Birgis Þórs Bieltvedt hefur keypt upp veitingastaði sem voru fyrrum í eigu veitingastaðarins Lifandi markaðar. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu.

Lifandi markaður varð gjaldþrota fyrr í mánuðinum. Skiptastjóri seldi einn hinna þriggja veitingastaða ásamt versluninni fyrr í vikunni, en nú þegar Gló hefur keypt upp síðustu tvo veitingastaðina hefur þrotabúinu verið lokað.

Kaupin voru staðfest í dag, en framkvæmdastjóri Gló hefur sagt að ráðist verði í talsverðar breytingar. Þó segist hann áætla að ráða einhvern hluta starfsfólks Lifandi markaðar aftur til nýju staðanna. Með þessum kaupum rekur Gló fimm veitingastaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×