Lífið

Glitti í barnaníðinginn Savile í breska ríkissjónvarpinu

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Savile og Margaret Thatcher voru góðvinir.
Savile og Margaret Thatcher voru góðvinir. Getty
BBC, ríkissjónvarp Bretlands hefur beðist afsökunar á því að það hafi glittað í barnaníðinginn Jimmy Savile í endursýningu á tónlistarþættinum Top of the Pops. Í klippunni mátti sjá Savile veifa fingri að konu í salnum.

Í tilkynningu frá BBC segir að stöðin hafi farið yfir gamalt efni þar sem Savile kemur fyrir og „fjarlægt efni sem gæti móðgað fórnarlömb hans.“

Jimmy Savile stjórnaði þættinum í mörg ár en árið 2012 var það loksins gert opinbert að Savile hafi misnotað fjölda fólks í gegnum árin, börn þar á meðal.

Savile hafði reyndar lengi verið sakaður um barnagirnd eins og kom til dæmis fram í heimildarþætti Louis Theroux um hann frá árinu 2000 en sannleikurinn kom opinberlega í ljós árið eftir andlát hans.

Savile misnotaði meðal annars stöðu sína sem velgjörðamaður til að fá óheftan aðgang að ýmsum spítölum þar sem hann misnotaði fjölda fólks en Savile var gerður að riddara árið 1990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×