Innlent

Gleymdu hundi fyrir utan Melabúðina: „Þetta var í raun röð tilviljana“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá mynd af hundinum sem Pétur deildi á Facebook.
Hér má sjá mynd af hundinum sem Pétur deildi á Facebook. mynd/facebook-síða Melabúðarinnar.
„Hundurinn komst heim til sín í gærkvöldi um ellefu leytið,“ Pétur Alan Guðmundsson, verslunarstjóri Melabúðarinnar, um hundinn sem gleymdist fyrir utan verslunina í gær.

Pétur var í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hundurinn var fastur í ól fyrir utan Melabúðina þegar glöggur viðskiptavinur tók eftir því að hann hafði verið þarna í dágóða stund og lét því starfsfólk vita.

„Þetta voru kúnnar okkar sem voru að versla hér og voru með börnin með sér. Þetta var í raun röð tilviljana en foreldrarnir héldu að börnin ætluðu sér að taka hundinn heim og öfugt. Foreldrarnir voru að fara í leikhús um kvöldið og þegar þau komu síðan heim, þá var enginn hundur.“

Pétur segist hafa tekið hundinn inn á skrifstofu eftir lokun.

„Þetta var mjög flottur hundur. Hann var ljúfur, vel hirtur og skemmtilegur hundur,“ segir Pétur og bætir því við að svona lagað gerist nú ekki oft.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×