Lífið

Gleðin við völd í hrekkjalausri afmælisveislu Loga Bergmann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Glatt á hjalla.
Glatt á hjalla. Vísir/Andri Marínó
Það var sannarlega stuð og stemning þegar sjónvarpsmaðurinn og hrekkjalómurinn Logi Bergmann fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Iðnó í gærkvöldi. Margt var um manninn enda Logi komið víða við á ferli sínum í fjölmiðlum og voru samstarfsmenn af RÚV og Stöð 2 fjölmargir.

Vinir Loga úr Stullunum komu afmælisbarninu á óvart með nýju glæsilegu golfsetti fyrir lengra komna en skemmtiatriðin voru úr öllum áttum. Jón Jónsson náði öllum salnum á sitt band sem söng fallega til afmælisbarnsins og Ómar Ragnarsson brá svo á leik til heiðurs hjónunum Loga og Svanhildi Hólm.

Sjá einnig: Logi Bergmann dreginn sundur og saman í háði

Áður en yfir lauk hafði Emmsjé Gauti troðið en hljómsveitin Márar með Róbert Marshall í broddi fylkingar spilaði fyrir dansi fram á nótt.

Afmælisgestir skemmtu sér konunglega en hér að neðan má sjá myndir úr veislunni sem Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari á Fréttablaðinu og Vísi, tók í gærkvöldi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×