Glamour

Gleðin ríkjandi en undirtónninn alvarlegri

Ritstjórn skrifar
Mynd/Hörður Ásbjörnsson
„Það að dansa í hádeginu getur verið skrýtin tilhugsun en tilfinningin er æðisleg,“ segir Hanna Eiríksdóttir, herferðarstýra UN Women á Íslandi sem í fimmta sinn stendur fyrir Milljarður rís í Hörpu sem fer fram í hádeginu í dag, nánar tiltekið klukkan 12.

Tilgangurinn með viðburðinum, sem fer fram á sama tíma víðs vegar um heiminn, er að láta jörðina hristast með dansinum og vekja athygli á mikilvægu málefni. Í ár er dansað gegn ofbeldi á konum á flótta sem eru berskjaldaðar fyrir bæði mansali og kynlífsþrælkun.

Viðburðinum hefur verið einkar vel tekið en í fyrra dönsuðu rúmlega 4 þúsund manns víðs vegar um landið. Það er plötusnúðurinn Margeir sem sér um að þeyta skífum, en að þessu sinni mun Svala Björgvins koma fram og flytja smellinn Was That All it Was

„Það verður svona næntís nostalgíuþema. Ég er allavega mjög spennt.“

Glamour hvetur alla til að sameinast í dansi í Hörpu sem og annars staðar í hádeginu í dag en á viðburðinum verður einnig til sölu glænýr Fokk ofbeldi-varningur.






×