Innlent

Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni.
Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. Mymd/Samsett
Gleðigöngu hinsegin daga lauk rétt í þessu og var gríðarlega mikill fjöldi fólks staddur í miðbæ Reykjavíkur til þess að fylgjast með herlegheitunum. Gangan var glæsileg í ár en einhyrningur Páls Óskars bar af.

Páll Óskar hefur lagt það í vana sinn að vera með glæsilega vagna í Gleðigöngunni og engin undantekning var gerð á því í dag. Í fyrra sigldi hann sem dæmi á víkingaskipi í göngunni og eitt árið var hann á bakinu á risavöxnum svan en nú toppaði hann sjálfan sig með glæsilegum einhyrningi sem var ekki létt verk að setja saman.

Sendi Páll Óskar út neyðarkall í morgun svo klára mætti einhyrningin í tæka tíð en vagninn í ár var táknrænn líkt og Páll Óskar útskýrði í viðtali við fréttastofu fyrr í dag.

„Einhyrningurinn er í rauninni tákn hinsegin fólks vegna þess að þetta er ævintýrahetja sem í rauninni sást aldrei. Var ósýnileg en er núna gerð sýnileg í samfélaginu og er samsett úr mörgum mjög ólíkum þáttum,“ sagði Páll Óskar.

Alls voru um þrjátíu atriði í göngunni sem vakti mikla lukku, nú sem endranær. Hægt er að sjá gönguna í heild sinni auk mynda hér að neðan utan þess að í blálokin urðu tæknilegir örðugleikar þess valdandi að truflun varð á útsendingunni.

Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna
Vísir/Hanna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×