Innlent

Gleði á bangsadegi

Ásgeir Erlendsson skrifar
Frá Kvistaborg í dag.
Frá Kvistaborg í dag.
Líf og fjör var í allan dag á leikskólanum Kvistaborg þar sem alþjóðlegi bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur.

Alþjóðlegi bangsadagurinn er haldinn ár hvert á fæðingardegi Theodore Roosevelt, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna en hann bar viðurnefnið Teddy. Fyrsti bangsinn eða Teddy bear birtist heimsbyggðinni í skopmynd Washington Post árið 1902 sem sýndi forsetann á veiðum og bjarnarhún þar skammt frá.

Fyrsti tuskubangsinn Teddy varð svo til skömmu eftir að skopmyndin fræga birtist. Bangsadagurinn var svo sannarlega haldinn hátíðlegur á leikskólanum Kvistaborg þar sem bangsarnir fengu að sjálfsögðu að koma með í tilefni dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×