Bíó og sjónvarp

Glatt á hjalla hjá aðstandendum Hrúta

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ottó Geir Borg og Sigurður Sigurjónsson
Ottó Geir Borg og Sigurður Sigurjónsson mynd/brynjar snær
Það var kátt á hjalla hjá aðstandendum kvikmyndarinnar Hrúta nú á dögunum, enda ærin ástæða til. Á dögunum fékk myndin tilfnefningu til Un Certain Regard á Cannes kvikmyndahátíðinni. Í tilefni þess kom hópurinn sem stendur að myndinni saman heima hjá framleiðandanum Grímari Jónssyni hjá Netop Films og átti þar góða kvöldstund.

Nýjasta mynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, var valin til sýningar á Cannes fyrir tveimur vikum. Un Certain Regard er annar flokka hátíðarinnar sem er fyrir kvikmyndir í fullri lengd og þetta er í fjórða skipti sem íslensk kvikmynd er valin til sýningar á hátíðinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×