Innlent

Glæpir RÚV margborga sig

Jakob Bjarnar skrifar
Sé litið til nýrrar sektar sem RÚV hlaut fyrir brot á lögum er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að glæpir borgi sig.
Sé litið til nýrrar sektar sem RÚV hlaut fyrir brot á lögum er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að glæpir borgi sig.
„Ég myndi ætla að Melodifestvalen hafi skilað 3 til 4 milljónum króna eitt og sér. Þetta eru mjög arðvænleg brot,“ segir Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri markaðssetningar og vörusviðs hjá Símanum. Og brosir.

Vísir greindi frá því á dögum að fjölmiðlanefnd hafi sektað Ríkisútvarpið um 250 þúsund krónur fyrir að sýna auglýsingar í þættinum Melodifestivalen sem sýndur á RÚV í mars síðastliðnum.

Var útsendingin rofin með auglýsingum en samkvæmt 3. málsgrein 7. greinar laga um Ríkisútvarpið er því almennt óheimilt að slíta í sundur dagskrárliði með viðskiptaboðum í sjónvarpi. Magnús, sem þekkir vel til sjónvarpsreksturs og hefur starfað við slíkt áratugum saman, sendi fjölmiðlanefnd erindi þar sem hann gerði athugasemdir við þennan dagskrárlið og taldi ótvírætt að með útsendingunni hafi verið brotið gegn lögum um RÚV.

Vísi tókst ekki að ná tali af Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra vegna málsins, en hann er í fríi; þá til að spyrjast fyrir um tekjur af birtingu auglýsinga í þessum tiltekna ramma. En, fyrir liggur að brotaaðilinn RÚV hefur hagnast verulega á broti sínu þó svo að hagnaðurinn af þessu auglýsingahléi hafi verið minni en sem nemur þessum áætluðum fjórum milljónum. Fullyrða má að hann hafi verið umtalsvert meiri en 250 þúsund krónur. Skilaboðin sem fjölmiðlanefnd eru að senda verða því að heita þess eðlis að glæpir borgi sig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×