Erlent

Glæpasamtök selja sígarettur

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Talið er að um 150 milljónir ólöglegra sígarettna séu reyktar á hverju ári í Danmörku.
Talið er að um 150 milljónir ólöglegra sígarettna séu reyktar á hverju ári í Danmörku. vísir/afp
Skipulögð glæpasamtök í Danmörku selja ólöglegar sígarettur og auglýsa þær í mörgum tilfellum á Facebook, að því er greint er frá á vef danska ríkisútvarpsins.

Sérfræðingur hjá Europol segir að glæpasamtökin séu að færa sig frá fíkniefnasölu yfir í sölu á ólöglegum sígarettum þar sem refsing við sígarettusölunni sé vægari samtímis því sem gróðinn sé jafn mikill.

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG í Danmörku telur að 2,5 prósent sígarettna sem reyktar eru í Danmörku séu ólöglegar.

Ólöglegu sígaretturnar eru helmingi ódýrari en löglegar. Lögreglan bendir á að með því að kaupa þær snuði menn ríkið og styrki glæpasamtök auk þess sem ekki er vitað hvaða efni eru í eftirlíkingunum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×