Erlent

Glæpamaður náðist eftir að skrifa á Facebook-síðu lögreglu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglan birti þessa mynd á Facebookösíðu sinni.
Lögreglan birti þessa mynd á Facebookösíðu sinni. Mynd/Lögreglan í Anne Arundel
„Þið náið mér aldrei,“ skrifaði hinn 28 ára gamli Roger Ray Ireland við mynd sem lögreglan í Anne Arundel-sýslu í Maryland í Bandaríkjunum birti á Facebook-síðu sinni. Hann reyndist ekki sannspár, því lögreglan náði honum daginn eftir. Hann var eftirlýstur fyrir að brjóta skilorð.

Alla miðvikudaga birtir lögreglan myndir af eftirlýstum glæpamönnum og hvetur fólk til þess að gera fjölskyldumeðlimum mannanna viðvart í gegnum Facebook (eða „tagga“ eins og það er kallað). Þessi vikulega uppákoma lögreglunnar er kölluð #WantedWednesdays.

Í þessari viku birti lögreglan mynd af Ireland og var hann ósáttur við að verið væri að blanda fjölskyldunni sinni inn í hans mál. Hann hvatti lögregluna til að láta fjölskyldumeðlimi í friði. Og endaði með því að lýsa því yfir að hann myndi aldrei nást.

„Bíddu, er þetta ekki hann?“ spurði einn í athugasemd rétt eftir að Ireland tjáði sig á Facebook-síðu lögreglunnar.

Lögreglunni tókst að finna Ireland með því að komast í samband við fólk sem hafði verið með honum að undanförnu. Hann mun fara fyrir rétt á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×