Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fækkar enn

ingvar haraldsson skrifar
Gjaldþrotum fækkar en nýskráningum fjölgar.
Gjaldþrotum fækkar en nýskráningum fjölgar. vísir/gva
Gjaldþrotum hefur fækkað 17 prósent á síðustu 12 mánuði frá mars 2014 til febrúar 2015, miðað við 12 mánuði þar á undan. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá Hagstofu Íslands.

Alls voru 778 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum fækkaði mest í flokknum flutningar og geymsla, eða um 35% á síðustu 12 mánuðum.

Nýskráningum fjölgar

Nýskráningum einkahlutafélaga fjölgaði um 5 prósent á síðustu 12 mánuði, frá mars 2014 til febrúar 2015, miðað við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.046 ný félög skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun nýskráninga í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi, 43% á síðustu 12 mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×