Viðskipti innlent

Gjaldþrota þyrluþjónusta krefur ríkið um 104 milljónir

ingvar haraldsson skrifar
Þrotabú Þyrluþjónustunnar vill 104 milljónir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu auk vaxta.
Þrotabú Þyrluþjónustunnar vill 104 milljónir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu auk vaxta.
Þrotabú B230 ehf., sem áður hét Þyrluþjónustan, hefur stefnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og krafið það um 104 milljónir auk vaxta.

Ástæður málsóknarinnar er ákvörðun Flugmálastjórn Íslands í maí 2010 um að draga til baka starfsleyfi Flugvélaverkstæðis Reykjavíkur ehf. en fyrirtækið sá um viðhald á þyrlum Þyrluþjónustunnar.

Birgir Már Björnsson, lögmaður B230, segir að ákvörðunin hafi valdið Þyrluþjónustunni miklu tjóni, enda hafi fyrirtækið ekki geta starfað á meðan engin viðurkenndur aðili hafi séð um viðhald á þyrlunum.

Þetta hafi m.a haft í för með sér að fyrirtækið gat ekki boðið upp á útsýnisflug á miklum uppgagnstíma í greininni, á meðan gosið í Eyjafjallajökli stóð árið 2010.

Birgir bendir á að ákvörðun Flugmálastjórnar hafi verið ólögleg enda hafi innanríkisráðuneytið fellt úrskurðinn úr gildi í mars 2011.

Árangurslaust fjárnám var framkvæmt hjá Þyrluþjónustunni árið 2012 og fyrirtækið varð svo gjaldþrota í upphafi árs 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×