Viðskipti innlent

Gjaldþrot Björgólfs slær Bretlandsmet

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson
Gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar er mun stærra en nokkurt gjaldþrot einstaklings í sögu Bretlands að því er fram kom í breska dagblaðinu Daily Telegraph í gær.

Í frétt blaðsins segir að skuldir Björgólfs séu mun meiri en skuldir breska viðskiptajöfursins Kevins Maxwells sem varð gjaldþrota árið 1992 og er stærsta gjaldþrot í sögu Bretlands.

Í blaðinu er Björgólfur sagður skulda tæpan hálfan milljarð punda, en skuldir hans í krónum nema 96 milljörðum.

Það er mun meira en Maxwell, sem skuldaði 405 milljarða þegar fjölmiðlasamsteypa hans og föður hans, Mirror Group, hrundi upp úr 1992 - andvirði um 85 milljarða króna.

Í frétt Daily Telegraph er minnst á að Ísland skuldi Bretum ennþá himinháar upphæðir vegna trygginga á innistæðum Landsbankans í Bretlandi, sem var í eigu Björgólfs.

Þá er einnig vakin athygli á að sonur Björgólfs, Björgólfur Thor, hefur ekki verið lýstur gjaldþrota og stjórni enn fjárfestingafélaginu Novator.

Frétt Daily Telegraph má sjá hér, en þar er einnig farið yfir feril Björgólfs. Samantekt Vísis má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Björgólfur Guðmundsson - frá upphafi til enda

Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×