Innlent

Gjaldkeri ungmennafélags viðurkennir fjárdrátt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn er sakaður um að hafa dregið að sér fé í 113 skipti.
Maðurinn er sakaður um að hafa dregið að sér fé í 113 skipti. Vísir/Getty
Fyrrverandi gjaldkeri ungmennafélags á Vesturlandi hefur játað að hafa dregið að sér tæplega 3,5 milljónir króna á rúmum tveimur árum í starfi á árunum 2010 til 2012.

Lögreglustjórinn á Akranesi sækir málið sem var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, játaði brot sitt við þingfestingu. Hann ýmist greiddi fyrir vörur og reikninga með debetkorti félagsins, millifærði fjármuni í gegnum síma eða tölvu inn á sinn reikning auk þess sem hann greiddi persónulegar kröfur fyrir sig í alls 113 skipti.

Brot mannsins eru allt frá kaupum á 300 krónu kaffibolla með debetkorti ungmennafélagsins yfir í millifærslu upp á 450 þúsund krónur af korti félagsins yfir á eigin reikning.

Lögreglustjórinn á Akranesi fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×