Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgaði um 15 prósent í fyrra

Samúel Karl Ólason skrifar
Vestfirðir er eini landshlutinn þar sem gistinóttum fjölgaði ekki í fyrra.
Vestfirðir er eini landshlutinn þar sem gistinóttum fjölgaði ekki í fyrra. Vísir/Samúel
Seldar gistinætur árið 2013 voru 4,3 milljónir og fjölgaði þeim um tæp 15 prósent á milli ára. Gistinætur erlendra gesta voru 79 prósent af heildarfjöldanum og fjölgaði þeim um 17 prósent. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um átta prósent.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Tveir þriðju allra gistinátta voru á hótelum og gistiheimilum, tólf prósent á tjaldsvæðum og 22 prósent á öðrum tegundum gististaða. Fjölgun var í seldum gistinóttum í öllum landshlutum nema Vestfjörðum.

Síðastliðin fimm ár hefur fjöldi gistinátta aukist um 1,3 milljónir eða 42,5 prósent. Þá hefur framboð gistipláss aukist mikið, en einnig nýting þess.

Nýting herbergja á hótelum og gistiheimilum var 54,3 prósent í fyrra. Árið 2009 var nýtingin 46,2 prósent.

Þjóðverjar gistu flestar nætur í fyrra, eins og mörg undanfarin ár. Því næst Bretar og svo Bandaríkjamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×