Viðskipti innlent

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 20 prósent í maí

Ingvar Haraldsson skrifar
Gistinóttum útlendinga fjölgaði um 28 prósent. Herbergjanýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu.
Gistinóttum útlendinga fjölgaði um 28 prósent. Herbergjanýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu. vísir/hari
Gistinóttum á hótelum hér á landi fjölgaði um 20 prósent í maí milli ára. Alls voru gistinæturnar 216.500 samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 28 prósent en gistinóttum Íslendinga fækkaði um 12 prósent í maí. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði minnst eða um 13 prósent en mest á Austurlandi eða um 59 prósent.

Best var herbergjanýtingin á höfuðborgarsvæðinu eða 77 prósent. Þar á eftir á Suðurnesjum þar sem nýtingin var 73 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×