Lífið

Gissur Sigurðsson nefbraut Þorstein Bachmann

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þorsteinn á Edduhátíðinni.
Þorsteinn á Edduhátíðinni. vísir/andri marinó
Það er ekki með öllu hættulaust að vera leikari. Þessu kynntist Þorsteinn Bachmann þegar hann lék í myndinni Úr öskunni í eldinn.

Gissur Sigurðsson, fréttamaður, lék vofu Hauks Morthens í myndinni og átti að kýla persónu Þorsteins. Meining var að Þorsteinn kæmi hlaupandi og stoppaði beint fyrir framan Gissur sem átti að kýla framhjá andliti Þorsteins.

„Ég stoppaði á því sem ég hélt að hefði verið merkið og fæ hnefann bara beint á nefið. Ég heyrði hljóð eins og trjágrein hafi brotnað og hugsaði með mér „Plís kláriði tökuna,““ segir Þorsteinn um atvikið. Afleiðingarnar voru brotið nef og örlítið skakkt nef.

Þorsteinn er einn fremsti leikari landsins og hlaut á dögunum Edduverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Móra í kvikmyndinni Vonarstræti.

Þorsteinn verður í viðtali í Fókus á Stöð 2 á morgun þar sem hann ræðir um ferilinn og þetta atvik ber á góma.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×