Golf

Gísli valinn í úrvalslið pilta frá meginlandi Evrópu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gísli á Íslandsmótinu í höggleik á dögunum.
Gísli á Íslandsmótinu í höggleik á dögunum. Mynd/Golfsamband Íslands
Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili var í dag valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu sem leikur gegn úrvalsliði pilta frá Englandi og Írlandi á Royal Dornoch vellinum í Skotlandi. Þetta kemur fram á golf.is í dag.

Gísli er einn níu kylfina sem valdnir voru í liðið en mótið fer fram 28. og 29. ágúst næstkomandi. Gísli verður fyrsti kylfingurinn í sögu Íslands sem er boðaður í liðið.

Gísli er í 156. sæti á heimslista áhugamanna í golfi en hann er stigahæsti íslenski kylfingurinn á lista.

Kylfingarnir sem verða með Gísla í liði eru þeir John Axelsen (Danmörk), Christoffer Bring (Danmörk), Viktor Hovland (Noregur), Kristoffer Reitan (Noregur), Maximilian Schmitt (Þýskaland) og Tim Widing (Svíþjóð) en síðustu tveir kylfingarnir verða tilnefndir á næstu dögum. Þá verður Miguel Franco de Sousa fyrirliði liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×