Handbolti

Gísli Þorgeir skoraði 16 mörk þegar strákarnir tryggðu sér 7. sætið á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Þorgeir fór á kostum gegn Serbum.
Gísli Þorgeir fór á kostum gegn Serbum. vísir/ernir
FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 16 mörk þegar íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára yngri vann tveggja marka sigur, 32-30, á Serbíu í dag. Þetta var leikur um 7. sætið á EM í Króatíu.

Strákarnir enduðu í efri hluta mótsins og tryggðu sér þar með sæti á HM í Georgíu á næsta ári sem og EM U-20 ára liða árið 2018.

Íslensku strákarnir voru búnir að tapa þremur leikjum í röð áður en að leiknum gegn Serbum kom en þeir rifu sig upp í dag og lönduðu tveggja marka sigri.

Gísli Þorgeir var sem áður sagði langmarkahæstur í íslenska liðinu með 16 mörk. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson kom næstur með sjö mörk og Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk.

Mörk Íslands:

Gísli Þorgeir Kristjánsson 16, Teitur Örn Einarsson 7, Elliði Snær Viðarsson 5, Arnar Freyr Guðmundsson 1, Kristófer Dagur Sigurðsson 1, Bjarni Valdimarsson 1, Pétur Hauksson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×