LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR NÝJAST 07:00

Kom ríkissaksóknara ekki á óvart

FRÉTTIR

Gísli Marteinn segir Jón byrja ömurlega

 
Innlent
12:48 11. JANÚAR 2017
Jón Gunnarsson segir enga ađra lausn í stöđunni en ađ hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni.
Jón Gunnarsson segir enga ađra lausn í stöđunni en ađ hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni.

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Jón Gunnarsson byrji ömurlega í embætti ráðherra samgöngumála.

Gísli Marteinn lætur orðin falla á Twitter-síðu sinni og tengir þar við frétt Vísis þar sem rætt var Jón sem mun taka við embætti samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra síðar í dag. Jón sagði enga aðra lausn í stöðunni en að hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni.

Í færslu sinni segir Gísli Marteinn að með orðum sínum geri Jón stjórnarsáttmálann að marklausu plaggi og gefi tón um illindi og heift.

Formlegar viðræður
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir að hún muni beita sér fyrir „lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“

Óvissan ólíðandi
Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi að óljósa framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki geta gengið lengur. Nauðsynlegt væri að ná sátt í málinu þar sem aðstæður væri algerlega óviðunandi, bæði fyrir starfsfólk og farþega.

„Það verður að ná saman um einhverja framtíðarsýn þannig að hægt sé að ráðast í eðlilega uppbyggingu og horfa til lengri tíma. Við getum ekki búið við þessa stöðugu óvissu.“

Sagði Jón að áhugavertværi að skoða allar framtíðarpælingar um eitthvað annað. „Það [sé] eitthvað sem er komið svo stutt á veg að það mun í mínum huga taka mörg ár að koma niðurstaða í. Á meðan getum við ekki búið við einhverja óvissu um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Jón.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Gísli Marteinn segir Jón byrja ömurlega
Fara efst