Innlent

Gísli Marteinn hakkaður: „Hægt er að senda mig money“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá bréfið sem tölvuþrjótar sendu út í morgun, í nafni Gísla Marteins.
Hér má sjá bréfið sem tölvuþrjótar sendu út í morgun, í nafni Gísla Marteins. Vísir/Vilhelm
Tölvuþrjótar hafa komist inn í pósthólf fjölmargra Íslendinga og sent tölvupósta í þeirra nafni, þar sem beðið er um peninga. Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á tölvuþrjótunum er sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson.

Fjölmargir fengu póst í nafni Gísla Marteins, í gegnum G-mail póstþjónustuna, í morgun þar sem sagt var frá því að hann væri fastur í Bristol á Englandi og þyrfti lán frá vinum sínum til að komast heim. Svo virðist sem bréfið hafi verið skrifað á öðru tungumáli og síðan skellt í þýðingarvélina Google Translate. Því er ólíklegt að nokkur hafi látið glepjast af þessum tilraunum tölvuþrjótanna að hafa fé af vinum og vandamönnum Gísla Marteins.

Pósthólfinu lokað

„G-mail lokar pósthólfum þegar svona margir póstar eru sendir út á stuttum tíma. Ég er búinn að vera að vinna í því að endurheimta pósthólfið mitt aftur í morgun. Ég held að þetta sé komið,“ segir Gísli Marteinn í samtali við Vísi.

Gísli hefur einnig skrifað til vina sinna á Facebook, þar sem hann lét alla vita að þetta væri ekki hann sem hefði sent tölvupóstinn í morgun:

„Kæru vinir! Ég er ekki í neinum vandræðum og farangri mínum var ekki stolið! Einhver hefur hakkað sig inn á gmail netfangið mitt og sent póst á ALLA sem ég þekki! Sem betur fer er hakkarinn mjög lélegur í íslensku, þannig að ég treysti því að þið hafið áttað ykkur á því að þetta var ekki ég. Afsakiði þetta vesen, ég er að reyna að redda þessu. Bestu kveðjur frá Bristol. Djók.“

„Ég hafði töskuna mína stolið“

Eins og Gísli kom að í innleggi sínu á Facebook var tölvupósturinn í hans nafni ekki vel skrifaður og ætti flestum að vera augljóst að þarna voru einhverjir aðrir en Gísli Marteinn á ferð.

Póstinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

„Ég vona að þú færð þetta hratt, ég er í Bristol, Bretland og ég hafði töskuna mína stolið ásamt vegabréfi mínu og kreditkort í sendiráði it.The er reiðubúinn að láta mig fljúga án vegabréfið mitt. Ég er bara að borga miða og greiða fyrir hótel reikningana. Því miður hef ég enga peninga, kredit kortið mitt hefði hjálp en það er líka í pokanum. Ég hef nú þegar hafa samband tekið með bankanum mínum en þeir þurfa meiri tíma til að senda mér nýjan. Ég þarf að fá næsta flug. Ég vildi spyrja þig ef þú gefur mér £ 1450 lán eins fljótt og auðið er getur að ná kostnaði mínum, ég gef það til baka til þín þegar ég er þar. Féð frá MoneyGram er festa og besta möguleika ég hef núna. Ég get sent upplýsingar sem hægt er að senda mig money.You getur haft samband við mig með tölvupósti eða með því að hringja í afgreiðslunni á hótelinu Henbury Lodge Hotel + 447031704705 Ég bíða svar þitt.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×