Viðskipti innlent

Gísli Freyr stofnar ráðgjafafyrirtæki

ingvar haraldsson skrifar
Gísli Freyr Valdórsson hefur stofnað ráðgjafafyrirtæki.
Gísli Freyr Valdórsson hefur stofnað ráðgjafafyrirtæki. vísir/gva
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur stofnað nýtt ráðgjafafyrirtæki, SAM Consulting slf.

Gísli var í nóvember dæmdur fyrir aðild sína í lekamálinu svokallaða.

Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að tilgangur félagsins sé rekstur ráðgjafastofu, eignaumsýsla og annar skyldur rekstur. Undir það falli m.a. viðskipti með verðbréf og hvers kyns önnur fjárhagsleg verðmæti.


Tengdar fréttir

Svona var atburðarásin í lekamálinu

Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.

Gísli Freyr greiðir íslenskri konu bætur

Fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra og íslensk kona sem nafngreind var í minnisblaði í tengslum við Lekamálið svokallaða hafa náð sáttum um að Gísli Freyr greiði henni bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×