Erlent

Gíslatakan í Frakklandi: Presturinn Jacques var skorinn á háls

Atli Ísleifsson skrifar
Jacques Hamel hélt upp á fimmtíu ára starfsafmæli sitt árið 2008.
Jacques Hamel hélt upp á fimmtíu ára starfsafmæli sitt árið 2008. Vísir/AFP
Jacques Hamel, 84 ára gamall prestur, var sá sem drepinn var í gíslatöku tveggja manna í kirkju í Saint Etienne du Rouvray í morgun.

Dominique Lebrun, erkibirkupinn í Rouen, staðfestir þetta og segir Hamel hafa verið skorinn á háls.

Hamel hafði verið tekinn í gíslingu ásamt tveimur nunnum og tveimur kirkjugestum þegar árásarmennirnir réðust inni í miðri messu. Þrír gíslanna særðust í árás mannanna, þar af einn alvarlega.

Í frétt VG kemur fram að þriðju nunnunni hafi tekist að komast undan og gert lögreglu viðvart. Öryggissveit lögreglunnar var fljót á vettvang og voru árásarmennirnir skotnir til bana þegar þeir fóru út á tröppur kirkjunnar eftir að gíslatakan hafði staðið í þrjá tíma.

Góður og hrífandi maður

Jacques Hamel er lýst sem góðum og hrífandi manni sem var ávallt reiðubúinn að þjóna öðrum, að því er segir í frétt Le Figaro.

Hann var fæddur árið 1930 í bænum Darnétal og hélt árið 2008 upp á fimmtíu ára starfsafmæli sitt sem prestur. Hann ákvað á sínum tíma að halda starfi sínu sem prestur áfram í forföllum starfandi prests í bænum þrátt fyrir að hafa átt rétt á að fara á eftirlaun 75 ára gamall.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×