Erlent

Gíslar frelsaðir í Frakklandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Lögreglan í Roubaix hafði mikinn viðbúnað.
Nordicphotos/AFP
Lögreglan í Roubaix hafði mikinn viðbúnað. Nordicphotos/AFP
Misheppnað bankarán í bænum Roubaix í gær snerist upp í umsátur lögreglu um heimahús, þar sem vopnaðir menn höfðu hreiðrað um sig og tekið gísla.

Einn gíslatökumannanna var sagður hafa látið lífið í átökum við lögregluna og annar handtekinn. Ekkert benti til þess að atburðirnir tengdust hryðjuverkaárásunum í París. Lögregla hafði mikinn viðbúnað, enda hættustig í landinu í hámarki frá hryðjuverkunum. Samkvæmt staðarblaðinu La Voix du Nord hófst þetta allt saman með því að bankamaður var tekinn í gíslingu. Vitni sögðust hafa heyrt hleypt af skotum. 

Eftir það upphófst eftirför lögreglu við mannræningjana, og lauk því með skotbardaga við lögreglu. Á endanum ruddust ræningjarnir inn í íbúð þar sem íbúarnir voru einnig teknir í gíslingu. Gíslarnir eru sagðir hafa verið fjölskylda bankamannsins, sem fyrst var tekinn í gíslingu 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×