Lífið

Gisele Bündchen biður ungar fyrirsætur afsökunar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Giselle var sökuð um að tala niður til yngri kynslóðarinnar.
Giselle var sökuð um að tala niður til yngri kynslóðarinnar. Skjáskot/Vogue
Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Twitter vegna Vogue viðtals sem hún fór í á dögunum. Í viðtalinu segir Bündchen meðal annars að yngri systir hennar hafi búið til Instagram reikning fyrir hana og minni hana oft á það að hún þurfi að birta sjálfsmyndir reglulega fyrir aðdáendur. Sjálf myndi hún annars bara birta myndir af sólsetri.

„Þetta er ekki mín kynslóð, ég verð að vera hreinskilin með það. Ég er eldri og vitrari. Ef ég þyrfti að auglýsa mig á þann hátt sem ungar fyrirsætur þurfa að gera núna, gleymdu því.“

Fyrirsætan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þessi ummæli. Mörgum fannst hún setja sig á háan stall og gera lítið úr yngri fyrirsætum sem nota Instagram mikið til þess að koma sér á framfæri.

„Ég er miður mín yfir því að orð mín í síðustu Vogue greininni minni hafi verið misskilin. Ég ætlaði einfaldlega að segja að ég er af eldri kynslóð og ekki mjög klár á svona tækni,“ skrifaði fyrirsætan á Twitter. Sagðist hún dást að yngri kynslóðinni og hæfileikum þeirra á samfélagsmiðlum.

„Mér finnst ég ekki vitrari en aðrir og trúi því að við séum öll að læra.“


Tengdar fréttir

Eiginkona Brady kjaftaði af sér

Brasilíska fyrirsætan Gisele Bündchen kom eiginmanni sínum, NFL-stjörnunni Tom Brady, í bobba með viðtali sem birt var á CBS í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×