Körfubolti

Ginobili spilaði með sprungu í beini í lokaúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manu Ginobili.
Manu Ginobili. Vísir/Getty
Manu Ginobili var í stóru hlutverki þegar San Antonio Spurs tryggði sér NBA-meistaratitilinn á dögunum en Argentínumaðurinn varð þá NBA-meistari í fjórða sinn á ferlinum.

Nú er komið í ljós að Ginobili spilaði meiddur í lokaúrslitunum en hann er með sprungu í beinni í hægri fæti. Meiðslin þýða að Ginobili getur væntanlega ekki verið með argentínska landsliðinu á HM á Spáni í haust.

Manu Ginobili skoraði 14,4 stig og gaf 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en hann hitti úr 42 prósent þriggja stiga skota sinna í einvíginu.

Það er ekki vitað hvenær Ginobili meiddist en hann er hörkutól sem hefur oft spilað meiddur á sínum ferli. Ginobili sjálfur er ekki búinn að afskrifa það að vera með á HM en ætlar að sjá til hvernig honum líður eftir þrjár vikur.





Vísir/Getty
NBA

Tengdar fréttir

Spurs valtaði yfir Miami

San Antonio Spurs vann mikilvægan sigur í Miami í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í nótt. Spurs leiðir úrslitaeinvígið 2-1 en sigra þarf fjóra leiki til þess að sigra einvígið.

Spurs með níu fingur á titlinum | Myndbönd

San Antonio Spurs er komið í 3-1 í úrslitum NBA-deildarinnar eftir öruggan sigur á Miami Heat í Miami í nótt. Í 31 tilraunum hefur engu liði tekist að vinna NBA-deildina eftir að hafa lent 3-1 undir.

Duncan framlengir hjá Spurs

Tim Duncan ætlar að taka að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót í NBA-deildinni eftir að hafa unnið sinn fimmta meistaratitil á dögunum.

NBA í nótt: Spurs meistari í fimmta sinn

San Antonio Spurs varð í nótt NBA-meistari í fimmta sinn í sögu félagsins með sigri á Miami Heat, 104-87, í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×