Enski boltinn

Giggs segir margt líkt með þeim Van Gaal og Sir Alex

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs og Alex Ferguson.
Ryan Giggs og Alex Ferguson. Vísir/Getty
Ryan Giggs, aðstoðarmaður hollenska knattspyrnustjórans Louis van Gaal hjá Manchester United, segir að það sé ýmislegt líkt með þeim Van Gaal Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra Manchester United frá upphafi.

Van Gaal tók við starfi David Moyes í sumar en Ryan Giggs hafi stýrt liðinu eftir að Moyes var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Van Gaal fékk síðan Giggs til að vera aðstoðarmann sinn.

Giggs nefnilega sérstaklega tvennt hjá Louis van Gaal sem minnir hann á Sir Alex Ferguson em það ákefð Hollendingsins og undirbúningur.

„Hann krefst þess að menn séu á fullu á öllum æfingum. Hann vill fá sömu ákefð og er í leikjunum sjálfum," sagði Ryan Giggs í útvarpsviðtali á BBC Radio 5.

„Það er margt sem er líkt með honum og Sir Alex. Hann gerir kröfur til manna og er ekki ánægður ef menn standast þær ekki," sagði Giggs.

Manchester United hefur unnið tvo leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og er nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar. Liðið er engu að síður heilum þrettán stigum á eftir toppliði Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×