Enski boltinn

Giggs: Rooney vill ólmur byrja fyrsta leikinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney á æfingu United í Los Angeles.
Wayne Rooney á æfingu United í Los Angeles. vísir/getty
Manchester United hefur leik á Champions Cup-æfingamótinu í Bandaríkjunum aðra nótt þegar liðið mætir Los Angeles Galaxy.

Wayne Rooney kom til móts við liðið á föstudaginn eftir auka hvíld vegna þátttöku sinnar á HM í Brasilíu og tók aðeins eina létta æfingu með liðinu áður en það flaug til Los Angeles.

Þrátt fyrir það vill Rooney byrja leikinn á morgun, en hann vill eflaust sanna sig fyrir nýjum knattspyrnustjóra. Louis van Gaal stýrir United í fyrsta skipti á morgun.

„Wayne vill ólmur byrja leikinn. Það vilja allir vera með. Wayne lítur vel út. Reyndar komu allir leikmennirnir sem voru á HM í góðu ástandi til baka,“ segir RyanGiggs, aðstoðarknattspyrnustjóri Man. Utd, í viðtali við Guardian.

„Strákarnir sem voru á HM eru aðeins eftir á hvað varðar leikformið, en við erum líka með stráka sem komu tíu dögum fyrr.“

Ef Rooney byrjar leikinn gæti hann borið fyrirliðaband liðsins. Van Gaal á enn eftir að ákveða hver verður fyrsti fyrirliði Manchester United í hans stjórnartíð.

„Það skiptir alltaf máli hver er fyrirliði. Það er mikill heiður að vera fyrirliði Manchester United. Það eru ekki margir sem upplifa það. Þetta er eitt af því sem ég ræddi við Louis,“ segir Ryan Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×